Bókaklúbburinn Sólin
„Það yljar alltaf jafn mikið um hjarta-ræturnar að fá glaðning inn um lúguna. Þó maður hafi pantað hann sjálfur.“
Ég var að ljúka lestri bókarinnar Okkar á milli eftir Sally Rooney. Bjarni Jónsson þýddi bókina og gerir það vel. En erindið er þetta. Ef þið hafið minnsta áhuga á lestri bóka þá verðið þið að lesa þessa. Mér finnst hún með því betra sem ég hef lesið og fáar bækur hafa tekið mig á jafn mikið tilfinninga-ferðalag.
Um bókina Dagar höfnunar:
Rússíbanareið tilfinninga.
Kraftmikil og nístandi frásögn um viðbrögð eiginkonu við svikum. Besta bók Ferrante.
Saga af hjónabandi er fáránlega vel kjörnuð krufning á tilfinningalífi manneskju sem telur sig hafa fundið nýja uppskrift að hamingjunni og svo heiminum sem byrjar að hrynja þegar í ljós kemur að ástin getur aldrei verið hluti af uppskrift. Geir Gulliksen var tilnefndur til Norðurlandaverðlauna fyrir bókina.