Fagri heimur, hvar ert þú

Rithöfundurinn Alice flytur út á land og kynnist Felix, sem vinnur í vöruhúsi, og býður honum með sér í vinnuferð til Rómar. Vinkona hennar menningarvitinn Eileen býr í Dublin og veit alls ekki hvað hún vill. Simon er einlægur vinur þeirra vinkvenna – en hvað býr undir traustu yfirborði hans? 

Alice og Felix, Eileen og Simon eru ung – en yngjast ekki. Þau þrá hvert annað meira en nokkuð, en þau svíkja hvert annað samt sem áður. Þau hafa áhyggjur af vináttunni og heiminum sem þau búa í og hvort hann sé kominn á heljarþröm, gegnsýrður af kapitalisma, trúarbrögðum, valdaójafnvægi og hamfarahlýnun.

Geta þau fundið leið til að trúa á fegurð heimsins?

Þetta er þriðja skáldsaga Sally Rooney en áður hafa komið út á íslensku Okkar á milli og Eins og fólk er flest sem sömuleiðis var vinsæl sjónvarpsþáttaröð.

 

Sally Rooney

Fagri heimur, hvar ert þú er besta bók höfundar til þessa. Fyndin og skemmtileg, um kynlíf og ást og fólk sem gerir sitt besta til að ná sambandi hvert við annað.

The New York Times Book Review

Meistarverk. Díalógurinn höktir aldrei, textinn bara flæðir svo fallega um síðurnar.

The Guardian

Bókin grætti mig oftar en einu sinn … besta bók höfundar.

 

The Times

Pin It on Pinterest

Share This