Um Benedikt

.

Benedikt bókaútgáfa var stofnsett haustið 2016. Við viljum vera staðföst og sveigjanleg í senn, með fjölbreyttan útgáfulista, fyrsta flokks litteratúr, ánægða höfunda og fjölbreyttar hugmyndir. Við viljum veita höfundum alla þá þjónustu sem vænta má frá vönduðu forlagi, ritstjórn, yfirlestur, frágang og markaðssetningu.

Við viljum að auki veita persónulegri þjónustu, sérsniðna að hverjum og einum. Í krafti smæðar getum við fókuserað betur á það sem þarf til þess að hver og einn blómstri. Forlagið er um leið metnaðarfull umboðsskrifstofa og leggur ríka áherslu á að koma höfundum sínum á framfæri á öðrum málsvæðum.

Pin It on Pinterest

Share This