Orðspor

Söguhetjan er goðsögn í lifanda lífi. Mallarino er frægur skopmyndateiknari; samviska þjóðar. Með pennann að vopni segir hann samfélaginu til syndanna. Hann er á hátindi ferils síns, fjórir áratugir af skínandi velgengni að baki, þegar hann fær örlagaríka heimsókn frá ungri konu. Kólumbíumaðurinn

 

Juan Gabriel Vásquez er einn virtasti höfundur Suður-Ameríku um þessar mundir. Honum hefur verið líkt við höfunda á borð við Ian McEwan og J.M. Coetzee. Hann hlaut hin virtu IMPAC-verðlaun árið 2014 fyrir hina stórgóðu bók The Sound of Things Falling. Orðspor var á lista stórblaðanna Newsweek og New York Times yfir bestu bækur síðasta árs.

 

„Höfundurinn endurskapar suður-amerískar bókmenntir á 21. öldinni.“
– Jonathan Franzen

 

„Djúp, úthugsuð, spennandi og áhrifamikil skáldsaga. Festir Vásquez í sessi sem einn besta höfund okkar tíma.“
– San Francisco Chronicle

 

Kápuhönnun: Ólafur Unnar Kristjánsson
ISBN:978-9935-488-07-7
192 bls.
Útgáfuár: 2017

 

Juan Gabriel Vasquez

Orðspor er fantavel skrifuð skáldsaga, stíllinn rismikill, jafnvel ljóðrænn og fallegur á köflum og þýðing Sigrúnar Á. Eiríksdóttur er vönduð og áreynslulaus

Magnús Guðmundsson

Fréttablaðið

* * * * *

(fimm stjörnur, fullt hús)

Magnús Guðmundsson

Fréttablaðið

Orðspor er bók sem fjallar um fortíðina og nútímann á sama tíma, hún fjallar um minnið og karlmennsku en umfram allt fjallar hún um endurskoðun á svari manns við grundvallar spurningum lífsins; hver er ég og hvað hef ég lagt af mörkum?

Andri M. Kristjánsson

Víðsjá

Pin It on Pinterest

Share This