fbpx

Dagar höfnunar

Olga er tveggja barna móðir á fertugsaldri. Hún hafði séð fyrir sér feril sem rithöfundur en fórnaði þeim draumi fyrir hlutverk eiginkonu og móður. Þegar eiginmaðurinn gengur á dyr eftir fimmtán ára hjónaband upphefst æsileg atburðarás þar sem kona reynir að fóta sig í hyldýpinu sem opnast við höfnunina. Í ástarsorginni og örvæntingarfullri leit að skilningi á því hvað hefur gerst upplifir hún einhvers konar endurfæðingu og samskipti hennar við umheiminn taka stakkaskiptum.

 

Dagar höfnunar er að margra mati magnaðasta bók ítalska höfundarins Elenu Ferrante. Lýsingar hennar á sálarlífi og félagslegri stöðu konu á barmi örvæntingar eru sterkar, átakanlegar og stundum grátbroslegar.

 

 

 

Þýðandi: Halla Kjartansdóttir
Kápuhönnun: Ólafur Unnar Kristjánsson
ISBN:978-9935-488-22-0
191 bls.

Dagar höfnunar

kr. 1.299 kr. 1.039

Dagar, Okkar, Lífsspeki kúa

kr. 1.999 kr. 1.599

Elena Ferrante

Sagan er hamslaus en elegant, hnífskörp en blíð. Bók sem þú getur lesið á einni kvöldstund en mun lifa með þér alla tíð.

The Literary Hub

Ótrúleg bók … ofsinn og ákafinn í þessum skrifum eru engu líkir.

The New York Times

Einhver mesti höfundur Ítalíu vorra tíma.

Corriere della Sera

Pin It on Pinterest

Share This