Grikkur

Myndlistamaður á áttræðisaldri deilir íbúð í fáeina sólarhringa með fjögurra ára dóttursyni sínum á meðan einkadóttir hans og tengdasonur fara í ráðstefnuferð. Hann er ekkill til margra ára og býr í Mílanó en dóttirin býr á æskuheimili hans í Napólí.

 Samspil hans við dóttursoninn, dótturina og tengdasoninn er fullt af grátbroslegum uppákomum. Fortíðardraugar fara á kreik og tilvistarkreppa aldraðs listamanns snýst upp í eins konar einvígi við dóttursoninn, sem reynist honum ofjarl á flestum sviðum og gerir honum óvæntan grikk.

 Domenico Starnone er einn fremsti skáldsagnahöfundur Ítala. Áður hefur komið út eftir hann á íslensku skáldsagan Bönd. 

Halla Kjartansdóttir þýddi úr ítölsku.

 


 

Domenico Starnone

Hægt að lesa aftur og aftur, lúmskur húmor og snarpur skilningur.

Publishers Weekly

Dásamleg glíma gamals manns sem horfist í augu við lífið sem hann hefur lifað … og það sem aldrei varð.

Kirkus Reveiw

… virkilega góður skemmtilestur sem skilur heilmikið eftir sig. Stíllinn er þægilegur, lipur, og þýðing Höllu Kjartansdóttur góð. Mér finnst þessi bók bráðsnjöll og vel skrifuð. Hún er bæði kómísk og drungaleg og náði mér gjörsamlega að halda mér … 

Rebekka Sif Stefánsdóttir

Lestrarklefinn, 27. apríl 2020

Pin It on Pinterest

Share This