Samþykki

Unglingsstúlkan V. lifir og hrærist í heimi bóka og lætur sig dreyma um að verða rithöfundur. Þrettán ára gömul kemst hún í kynni við G., þekktan höfund, sem sýnir henni þá athygli sem hún saknar frá fjarverandi föður og móður sem berst í bökkum. Bækur hans fjalla gjarnan­­ um sambönd hans og samneyti við ólögráða börn.

Hér er velt upp spurningum um samþykki; bæði í persónulegum skilningi og því sem samfélagið samþykkir á hverjum tíma.

Bókin vakti gífurlega athygli þegar hún kom út í Frakklandi árið 2020. Stórar spurningar eru settar fram í persónulegri sögu og blátt áfram frásagnarstíl.

Arndís Lóa Magnúsdóttir og Guðrún Vilmundardóttir þýddu úr frönsku.

 

Vanessa Springora

Hvernig sem á það er litið er þessi bók stórsigur.

The New York Times

Pin It on Pinterest

Share This