Lygalíf fullorðinna
Einkadóttir ástríkra og vel menntaðra foreldra elst upp við gott atlæti í hæðum Napólí. Henni gengur allt í haginn og er augasteinn föður síns en þegar að kynþroskanum kemur tekur velgengni hennar í skólanum skyndilega dýfu án sýnilegrar ástæðu. Þetta veldur metnaðarfullum foreldrunum talsverðum áhyggjum og eitt kvöldið heyrir hún óvart á tal þeirra þar sem faðir hennar lætur út úr sér örlagarík orð sem umhverfa sjálfsmynd hennar og setja lífið í nýtt samhengi. Í kjölfarið kvarnast smámsaman úr undirstöðum fjölskyldunnar, tilveran tekur kollsteypu og nýr veruleiki kemur í ljós.
Sagan er tilfinningaþrungin þroskasaga unglingsstúlku sem lendir í sársaukafullri eldskírn á leið sinni inn í heim fullorðinna. Hún þarf að púsla saman nýrri sjálfsmynd af eigin rammleik, slíta sig frá foreldrunum og bernskunni og komast til botns í fjölskylduleyndarmáli sem hún er sannfærð um að Vittoria frænka hennar varðveiti lykilinn að.
Lygalíf fullorðinna er fyrsta skáldsaga Elenu Ferrante síðan Napólí-fjórleikurinn sló í gegn um allan heim.
Halla Kjartansdóttir þýddi úr ítölsku.
Elena Ferrante
Stúlka, borg, ólífvænlegt samfélag: Formúla Ferrante gengur enn og aftur upp!
Fullkomlega ólundaleg… undursamleg pínleg harmaskáldsaga.
Öflugustu skrif um upplifun og innra líf stúlku sem er við það að fullorðnast sem ég hef nokkru sinni lesið.