Velkomin til Ameriku

Stúlkan er hætt að tala og bróðir hennar neglir aftur dyrnar á herberginu sínu – en móðirin, leikkonan, segir bjart yfir fjölskyldunni. Ljúfsár, óvenjuleg saga af uppvexti, sorgarferli, lífsviljanum og fjölskyldu sem er sundruð og sameinuð í senn. Þessi önnur skáldsaga Lindu Boström Knausgård hefur vakið gífurlega athygli og verið tilnefnd til ótal verðlauna í heimalandinu. Linda er rísandi stjarna í bókmenntaheiminum.

Höfundur: Linda Boström Knausgård
Þýðandi: Þórdís Gísladóttir

Kápuhönnun: Ólafur Unnar Kristjánsson
ISBN: 978-9935-488-06-0
93 bls.
Útgáfuár: 2017

 

Linda Boström Knausgård

Þetta er margfalt stærri bók en hún lítur út fyrir að vera og ágeng eftir því. Allt sem þögnin leynir brýst fram í meitluðum, viðkvæmnislegum stíl.

Hér má lesa gagnrýni Steinunnar í heild sinni

Steinunn Inga Óttarsdóttir

Bókmenntagagnrýnandi Víðsjá, RÚV

Þetta er einstaklega beinskeitt en bliðleg bók um brotna fjölskyldu þar sem hver reynir með sínum hætti að takast á við tilveruna sem stundum er blús og stundum blessandi. Velkomin til Ameríku hefur fengið framúrskarandi dóma í heimalandinu Svíþjóð og þarlendir gagnrýnendur segja Lindu slá nýjan tón í sænskum bókmenntum, og þótt víðar væri leitað.

Jórunn Sigurðardóttir

RÚV

Falleg og manneskjuleg bók um tungumálið og þögnina, ljós og myrkur, líf og dauða.

Hér má nálgast gagnrýnina í heild sinni

Magnús Guðmundsson

Bókmenntagagnrýni, Fréttablaðið

Pin It on Pinterest

Share This