Bönd

Vanda og Aldo hafa verið gift í áratugi. Yfirborðið er sæmilega slétt og fellt en undir því kraumar óuppgerð saga. Bönd er þrettánda skáldsaga Domenico Starnone, stutt en áhrifamikil bók um sambönd, fjölskyldubönd, ást og óhjákvæmilegar afleiðingar svika.

Starnone er einn virtasti höfundur Ítala, handhafi Strega-verðlaunanna. 

Bókin kom út í enskri þýðingu skáldkonunnar Jhumpa Lahiri árið 2017 og var valin ein af bókum ársins af stórblöðunum The Sunday Times, The New York Times og Kirkus.

„Einstaklega fágaður texti með miskunnarlaust sterkri sögu. Stór list – lítil bók.“
Bergsveinn Birgisson, rithöfundur

Halla Kjartansdóttir þýðir úr ítölsku.


Domenico Starnone

„Bjöguð bönd, ljótu leyndarmálin, hjónaband í krísu á tannhjóli vanans og þar fram eftir götunum.“
„Tekið er á eftirsjá, orsökum og afleiðingum, þeim ákvörðunum sem teknar voru, spurningum um hvað hefði getað verið, hefði maður farið aðra leið. Þetta er verk sem veltir fyrir sér hamingjunni og óhamingjunni sem oftlega eru grátlega skyldar.“

Ólafur Guðsteinn Kristjánsson

Starafugl

Þetta er fágað verk, hlaðið sárum en fögrum sannleika um fjölskylduböndin og ástarböndin. Böndin sem halda okkur öllum föstum með einum hætti eða öðrum – til bölvunar og blessunar. Framúrskarandi lesning.

Bókadómurinn í heild sinni

Ágúst Borgþór Sverrisson

DV

„Dásamleg lýsing á hjónabandi, tryggð, heiðarleika og sannleika.“

Kirkus

Pin It on Pinterest

Share This