Jón Kalman Stefánsson
Jón Kalman Stefánsson fæddist í Reykjavík 17. desember 1963. Hann bjó síðar í Keflavík og var með annan fótinn vestur í Dölum. Árin sem hann bjó í Kaupmannahöfn, las hann, skúraði og taldi strætisvagna. Fyrsta bók hans, ljóðabókin Með byssuleyfi á eilífðina, kom út árið 1988.
Jón Kalman hefur fjórum sinnum verið tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, og þrisvar sinnum til þeirra íslensku – eða fjórum sinnum, því einu sinni hlaut hann þau! Það var fyrir Sumarljós og svo kemur nóttin, sem kom út árið 2005. Bækur hans eru þýddar á fjölmörg tungumál, hann kemur út í Danmörku, Noregi og Svíþjóð, Þýskalandi, Hollandi, Frakklandi, Ítalíu og Portúgal … og svo mætti lengi telja. Önnur bókin í Vestfjarðaþríleiknum, Harmur englanna, er nýkomin út á arabísku.
SKÁLDSÖGUR
Eitthvað á stærð við alheiminn (2015)
Fiskarnir hafa enga fætur (2013)
Hjarta mannsins (2011)
Harmur englanna (2009)
Himnaríki og helvíti (2007)
Sumarljós, og svo kemur nóttin (2005)
Snarkið í stjörnunum (2003)
Ýmislegt um risafurur og tímann (2001)
Birtan á fjöllunum (1999)
Sumarið bakvið brekkuna (1997)
Skurðir í rigningu (1996)
LJÓÐ
Hún spurði hvað ég tæki með mér á eyðieyju (1993)
Úr þotuhreyflum guða (1989)
Með byssuleyfi á eilífðina (1988)
Gefin út á einni bók árið 2020.