Saga Ástu

Hvert fer maður ef það er engin leið út úr heiminum?

Öll fæðumst við nafnlaus en erum mjög fljótlega nefnd svo það verði ögn erfiðara fyrir dauðann að sækja okkur. Foreldrar Ástu völdu nafnið meðan hún var enn í móðurkviði.

Nú liggur Sigvaldi faðir hennar á steyptri stétt – af hverju liggur hann þar? – og saga fjölskyldunnar rennur um huga hans.

Þetta er saga Ástu, saga um ást í ólíkum myndum, íslenska sveit, skáldskap og menntunarþrá. 

Jón Kalman var tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Sögu Ástu.

Kápuhönnun: Jón Ásgeir
444 bls.
Útgáfuár: 2017

Jón Kalman Stefánsson

Skáld á hátindi sinnar hæfni. Engin rannsóknarskýrsla til grundvallar. Eða dæmigert dufl við ,,stóru málin” svokölluðu. Allt annað. Stórbrotinn efniviður, nýr frásagnarháttur. Skáldskapur. Farið þangað. Takið á móti. Lesið.

Eiríkur Guðmundsson

útvarpsmaður & skáld, Samfélagsmiðlum

Bókin er meistaralega vel skrifuð, textinn rennur létt og ljóðrænt áfram. Hinn einkennandi stíll Kalmans er hvarvetna til staðar, landslagið lifnar við og speglar atburðarás og tilfinningar sögupersóna…

Rósa María Hjörvar

Bókmenntaborgin

* * * * *

Fimm stjörnur. Fullt hús.

Maríanna Clara Lúthersdóttir

Morgunblaðið

Á heildina litið er hér um að ræða stórgóða bók sem heldur lesandanum fram á síðustu blaðsíðu, textinn sjálfur er fallegur og rennur áreynslulaust áfram, frásagnarstíllinn er skemmtilegur og söguþráðurinn sjálfur er heillandi.

Andri M. Kristjánsson

Víðsjá

Pin It on Pinterest

Share This