fbpx

Jón Kalman Stefánsson

Jón Kalman Stefánsson fæddist í Reykjavík 17. desember 1963. Hann bjó síðar í Keflavík og var með annan fótinn vestur í Dölum. Árin sem hann bjó í Kaupmannahöfn, las hann, skúraði og taldi strætisvagna. Fyrsta bók hans, ljóðabókin Með byssuleyfi á eilífðina, kom út árið 1988.

Jón Kalman hefur fjórum sinnum verið tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, og þrisvar sinnum til þeirra íslensku – eða fjórum sinnum, því einu sinni hlaut hann þau! Það var fyrir Sumarljós og svo kemur nóttin, sem kom út árið 2005.  Bækur hans eru þýddar á fjölmörg tungumál, hann kemur út í Danmörku, Noregi og Svíþjóð, Þýskalandi, Hollandi, Frakklandi, Ítalíu og Portúgal … og svo mætti lengi telja. Önnur bókin í Vestfjarðaþríleiknum, Harmur englanna, er nýkomin út á arabísku.

 

SKÁLDSÖGUR

Saga Ástu (2017)

Eitthvað á stærð við alheiminn (2015)
Fiskarnir hafa enga fætur (2013)

Hjarta mannsins (2011)
Harmur englanna (2009)
Himnaríki og helvíti (2007)

Sumarljós, og svo kemur nóttin (2005)

Snarkið í stjörnunum (2003)

Ýmislegt um risafurur og tímann (2001)
Birtan á fjöllunum (1999)
Sumarið bakvið brekkuna (1997)
Skurðir í rigningu (1996)

LJÓÐ

Hún spurði hvað ég tæki með mér á eyðieyju (1993)
Úr þotuhreyflum guða (1989)
Með byssuleyfi á eilífðina (1988)
Gefin út á einni bók árið 2020.

 

Saga Ástu

Himnaríki og helvíti

Þríleikurinn

 

Þetta voru bestu ár ævi minnar

Þetta voru bestu ár ævi minnar

Fjarvera þín er myrkur

Pin It on Pinterest

Share This