Himnaríki & helvíti – þríleikurinn

Sögusviðið er sjávarþorp um þarsíðustu aldamót. Það er vetur og strákurinn kemur úr sjóferð. Besti vinur hans hefur frosið í hel á hafi úti. Nú er hann einn í heiminum með alla sína drauma. Við fylgjumst með honum á torfærri leið til fullorðinsáranna og ástarinnar, sem er bæði ljúf og forboðin.

Fjöllin steypast þverhnípt niður í  fjörðinn og hafið gefur og tekur.

Hér er þríleikurinn Himnaríki og helvíti, Harmur englanna og Hjarta mannsins í fyrsta skipti gefnn út á einni bók.

Þríleikurinn hefur komið út á  fjölda tungumála.

Kápuhönnun: Hjörvar Harðarson
ISBN: 978-9935-488-21-3
832 bls.

Jón Kalman Stefánsson

Jón Kalman Stefánsson fékk bókmennta-verðlaun PO Enquists árið 2011 með rökstuðningnum: Verk hans er bæði stórbrotið og töfrandi. Frásagnir sem breyta lífinu í sannar bókmenntir og gefa bókmenntunum nýtt líf.

Hann hefur verið margtilnefndur til Íslensku bókmennta- verðlaunanna, nú síðast fyrir Sögu Ástu (2017) og hlaut þau fyrir Sumarljós, og svo kemur nóttin (2005).

Leikgerð Bjarna Jónssonar á þríleiknum var frumsýnd í Borgarleikhúsinu 11. janúar 2018 og hlaut frábærar viðtökur.

Pin It on Pinterest

Share This