Þetta voru bestu ár ævi minnar

 „Afhverju þessi sóun á pappír?“

Þannig hljómaði niðurlagið á fyrstu gagnrýninni sem ég fékk á ljóðabókina mína, sem kom út í marsmánuði árið 1988, skrifar Jón Kalman Stefánsson í eftirmála þessa ljóðasafns sem hefur að geyma ljóðabækur hans þrjár; 

Með byssuleyfi á eilífðina (1988), Úr þotuhreyflum guða (1989) og Hún spurði hvað ég tæki með mér á eyðieyju (1993) auk nokkurra áður óbirtra ljóða. 

 Skáldið gerir grein fyrir ólíkindalegri tilurð sinni í leiftrandi fjörugum eftirmála um bókmenntalíf Reykjavíkur og Sandgerðis á ofanverðri 20. öld,

 Jón Kalman hefur verið þekktari sem skáldsagnahöfundur; fyrsta skáldsaga höfundar, Skurðir í rigningu, kom út árið 1996 og sú tólfta, Saga Ástu árið 2017. Hann hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir Sumarljós, og svo kemur nóttin, árið 2005.

 

208 bls.

 

Jón Kalman Stefánsson

Jón Kalman Stefánsson fékk bókmennta-verðlaun PO Enquists árið 2011 með rökstuðningnum: Verk hans er bæði stórbrotið og töfrandi. Frásagnir sem breyta lí nu í sannar bókmenntir og gefa bókmenntunum nýtt líf.

Hann hefur verið margtilnefndur til Íslensku bókmennta- verðlaunanna, nú síðast fyrir Sögu Ástu (2017) og hlaut þau fyrir Sumarljós, og svo kemur nóttin (2005).

Pin It on Pinterest

Share This