Þórdís Gísladóttir
Þórdís Gísladóttir, ljóðskáld, þýðandi og rithöfundur, hlaut bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2010 fyrir sitt fyrsta verk og hefur síðan hlotið fjölda viðurkenninga, meðal annars þrjár tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, nú síðast (2016) fyrir bókina Doddi-bók sannleikans. Þórdís hefur þýtt fjölda bóka, sent frá sér ljóðasöfn, barnabækur og námsefni. Horfið ekki í ljósið er hennar fyrsta skáldsaga.