Mislæg gatnamót
„Ég vildi óska að Þórdís Gísladóttir hefði skrifað 20 bækur … og ég ætti eftir að lesa þær allar.“
–Jakob Birgisson.
Mislæg gatnamót er fimmta ljóðabók Þórdísar Gísladóttur, sem er einnig höfundur fjórðu bókarinnar um Randalín og Munda. Skáldsagan Horfið ekki í ljósið kom út á síðasta ári.
Hér fléttast saman hárbeitt og afhjúpandi ljóð, óvenjulegir minnislistar og hagnýt lífsstílráð sem hjálpa fólki að smjúga rétta leið eftir gatnamótum tilverunnar.