Vegamyndir

 

Vegamyndir geyma úrval ljóða og smáprósa Óskars Árna frá árunum 1990-2015. Höfundur fer með lesandann á flakk um fásótta jafnt sem fjölsótta staði á Íslandi og skissar upp það sem fyrir augu ber – land og fólk sem verður á vegi hans.

 

Óskar Árni er flandrari og á ferðalögum sínum fetar hann jafnt huglægar slóðir og raunverulegar, hittir Jónas Hallgrímsson, regnvotan á hamborgarastað á Siglufirði og hlustar á Hank Williams á einmanalegu hótelherbergi á Raufarhöfn.

 

Vegamyndir er systrabók Reykjavíkurmynda frá árinu 2018, úrval borgarljóða Óskars Árna. Höfundur valdi sjálfur ljóð og smáprósa í báðar bækurnar.

Haukur Ingvarsson ritar inngang að þessu úrvali.

Óskar Árni Óskarsson

Maður ætti aldrei að stíga upp í strætisvagn án þess að hafa þessa bók við höndina því hún breytir borgarlandslaginu í ævintýri. Jón Kalaman Stefánsson skrifar mjög skemmtilegan inngang að safninu (…)  Það er gaman að sjá höfundarferil Óskars Árna tekinn saman með svo myndarlegum hætti, ljóðunum er raðað saman í nýjar syrpur og af nýju samhengi sprettur ný merking.

Haukur Ingvarsson

skáld

Sumir segja að öll heimili eigi að eiga eintak af biblíunni, aðrir af Illíonskviðu, Passíusálmunum eða Egilssögu. Ég segi að öll heimili ættu að eiga eitt eintak af Reykjavíkurmyndum Óskars Árna svo að forvitnir lesendur geti kynnt sér lágstemmda töfra skáldskaparins.

Og eiginlega ekkert meira um það að segja

Vera Knútsdóttir

Bókmenntaborgin

Pin It on Pinterest

Share This