Reykjavíkurmyndir

„Ef Óskar væri tónlistarmaður … væri hann þá ekki munnhörpuleikari í blúshljómsveit, sem ætti það til að breytast í dreymna djasssveit?“ skrifar Jón Kalman Stefánsson í inngangi þessa ljóðasafns sem hefur að geyma úrval ljóða og smáprósa Óskars Árna Óskarssonar frá þrjátíu ára tímabili.

Ljóðin eru margþætt, launfyndin og rík af myndum, og eiga það sameiginlegt að tengjast Reykjavík, á einn eða annan hátt.

 

Kápuhönnun: Ólafur Unnar Kristjánsson
ISBN: 978-9935-488-25-1
206 bls.

Óskar Árni Óskarsson

Maður ætti aldrei að stíga upp í strætisvagn án þess að hafa þessa bók við höndina því hún breytir borgarlandslaginu í ævintýri. Jón Kalaman Stefánsson skrifar mjög skemmtilegan inngang að safninu (…)  Það er gaman að sjá höfundarferil Óskars Árna tekinn saman með svo myndarlegum hætti, ljóðunum er raðað saman í nýjar syrpur og af nýju samhengi sprettur ný merking.

Haukur Ingvarsson

skáld

Sumir segja að öll heimili eigi að eiga eintak af biblíunni, aðrir af Illíonskviðu, Passíusálmunum eða Egilssögu. Ég segi að öll heimili ættu að eiga eitt eintak af Reykjavíkurmyndum Óskars Árna svo að forvitnir lesendur geti kynnt sér lágstemmda töfra skáldskaparins.

Og eiginlega ekkert meira um það að segja

Vera Knútsdóttir

Bókmenntaborgin

Óskar Árni hefur einkum fengist við ljóðagerð og ljóðaþýðingar og meðal annars sent frá sér þrjár bækur með japönskum hækuþýðingum. Hann ritstýrði og gaf út bókmenntatímaritið Ský sem kom út á árunum 1990 – 1994. Ljóð eftir Óskar Árna hafa birst í fjölmörgum tímaritum og sýnisbókum, íslenskum sem erlendum.

Pin It on Pinterest

Share This