Mislæg gatnamót
„Ég vildi óska að Þórdís Gísladóttir hefði skrifað 20 bækur … og ég ætti eftir að lesa þær allar.“
–Jakob Birgisson.
Mislæg gatnamót er fimmta ljóðabók Þórdísar Gísladóttur, sem er einnig höfundur fjórðu bókarinnar um Randalín og Munda. Skáldsagan Horfið ekki í ljósið kom út á síðasta ári.
Hér fléttast saman hárbeitt og afhjúpandi ljóð, óvenjulegir minnislistar og hagnýt lífsstílráð sem hjálpa fólki að smjúga rétta leið eftir gatnamótum tilverunnar.
Þórdís Gísladóttir
Í Mislægum gatnamótum sannar Þórdís Gísladóttir það sem einhverja hefur eflaust áður grunað, að hún sé eitt skemmtilegasta ljóðskáld íslensks samtíma.
Þórdís Gísladóttir ljóðskáld hefur getið sér gott orð fyrir að skrifa fyndin og skemmtileg ljóð sem jafnvel höfða til fólks sem almennt forðast ljóðabækur …
… setur hún í ljóðum sínum fram skýra sýn á veruleikann, sýn lífskúnstners sem er kaldhæðinn og berskjaldaður í senn.