Horfið ekki í ljósið

Andvaka sögukona rifjar upp ævi sína, segir frá samferðafólki, raðar saman minningabrotum og gerir tilraun til að greina samhengi hlutanna. Horfið ekki í ljósið er leiftrandi skemmtileg skáldsaga sem sýnir kunnuglega atburði í nýju ljósi. Þórdís hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar og hefur þrisvar sinnum verið tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.

 

Kápuhönnun: Ólafur Unnar Kristjánsson
Mynd á kápu: Ulrica Zwenger
ISBN: 978-9935-488-30-5
160 bls.

 

Þórdís Gísladóttir

Það sem maður bjóst við af Þórdísi, skemmtilegur stíll og gaman af tíðaranda-stemmningunni.

Skemmtilegt persónugallerí.

Sunna Dís og Þorgeir

Kiljunni

Texti Þórdísar samanstendur af áhugaverðum, stundum furðulegum, sögubrotum sem varpa ljósi á ólíkar aðstæður fólks (ekki síst kvenna) í nýliðnum íslenskum veruleika.

 Smelltu hér og lestu gagnrýnina í heild sinni

Soffía Auður Birgisdóttir

Skáld.is

Tengsl minn­inga, gleymsku og sann­leika eru flók­in og Klara gengst strax í upp­hafi við óáreiðan­leika text­ans: „Minn­ing­ar eru vís­bend­ing­ar“ en úr minn­ing­um henn­ar verður til þroska­saga til­tölu­lega venju­legr­ar konu sem lifað hef­ur nokkuð venju­legu lífi (þótt hún búi yfir mjög óvenju­leg­um leynd­ar­mál­um) en list Þór­dís­ar felst ein­mitt í því að gera hið venju­lega skáld­legt svo úr verður fal­leg saga sem gam­an er að gleyma sér í. Þór­dís hef­ur hæ­versk­an og lát­laus­an stíl sem alltaf er lúmskt fynd­inn og hér nýt­ur hann sín sér­lega vel.

Hildigunnur Þráinsdóttir

Morgunblaðið 23. nóv

Pin It on Pinterest

Share This