Flórída

„Kvenkyns Iggy Pop,“ sagði einhver um Flórída fyrir þrjátíu árum. Munurinn er sá að þegar Flórída varð miðaldra missti heimurinn áhuga á að sjá hana bera að ofan. 

Bergþóra Snæbjörnsdóttir er fædd árið 1985 og ólst upp á Úlfljótsvatni í Grafningi. Hún gaf út ljóðabókina Daloon daga árið 2011 og textasafnið Dagar undrabarnsins eru á enda árið 2013. Bergþóra er annar helmingur gjörningatvíeykisins Wunderkind Collective og býr í Reykjavík.

Bergþóra Snæbjörnsdóttir var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Flórída.

Kápuhönnun: 
ISBN: 978-9935-488-13-8
112 bls.
Útgáfuár: 2017

Bergþóra Snæbjörnsdóttir

Hún er öll lifuð þessi bók og sönn og nærgöngul, full af köttum og ódýrum, frönskum rakspíra og kokteilsósu. Ljóð áttu aldrei að vera neitt annað.

Steinar Bragi

„Flórída er persóna, hún gerist ekki í Flórída,“ segir Bergþóra Snæbjörnsdóttir um samnefnda ljóðabók sína sem tilnefnd er til íslensku bókmennta-verðlaunanna í flokki fagurbókmennta.

Bergþóra Snæbjörnsdóttir í Kiljunni

Pin It on Pinterest

Share This