Bergþóra Snæbjörnsdóttir

Bergþóra Snæbjörnsdóttir er fædd árið 1985 og ólst upp á Úlfljótsvatni í Grafningi. Hún er með bachelor gráðu í sálfræði og ritlist frá Háskóla Íslands og meistarapróf í Hagnýtri menningarmiðlun frá sömu stofnun. 

Fyrsta ljóðabók hennar Daloon dagar kom út árið 2011. Árið 2017 gaf hún út ljóðabókina Flórída sem var m.a. tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Skáldsagan Svínshöfuð kom svo út haustið 2019 og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna auk þess að hljóta Fjöruverðlaunin og Bóksalaverðlaunin fyrir bestu skáldsöguna. Ljóðsagan Allt sem rennur kom út haustið 2022, hlaut Bóksalaverðlaunin og Maístjörnuna. 

Brot úr bókum hennar hafa verið þýdd og birt í ýmsum bókum og tímaritum um allan heim. 

Auk þess að sinna ritstörfum hefur Bergþóra sett upp gjörninga í samstarfi við Rakel McMahon myndlistarkonu undir formerkjum Wunderkind Collective og hafa verk þeirra verið sýnd á hinum ýmsu hátíðum og listviðburðum á Íslandi og í Evrópu. 

Bergþóra býr og starfar í Reykjavík og er i sambúð með rithöfundinum Braga Páli Sigurðarsyni og saman eiga þau börnin Úrsúlu og Eggert.


Flórída

Svínshöfuð

Allt sem rennur

Pin It on Pinterest

Share This