Bergþóra Snæbjörnsdóttir

Bergþóra Snæbjörnsdóttir (f. 1985) ólst upp á Úlfljótsvatni í Grafningi en býr nú og starfar í Reykjavík. Hún gaf út ljóðabókina Daloon daga árið 2011 og hefur einnig komið að handritun kvikmynda, heimildarmyndagerð, bókaútgáfu og sinnt verkefnastjórn á sviðum lista og menninga. Hún hefur hlotið styrki frá Kvikmyndasjóði Íslands, Myndlistarsjóði og menningarsjóðum Norðurlandaráðs.  

 

Bergþóra, ásamt myndlistarkonunni Rakel McMahon, myndar gjörningatvíeykið Wunderkind Collective. Þær setja upp textamiðuð sviðsverk og innsetningar, þar sem fengist er við hið hlægilega og súrrealíska í mannlegri tilvist. Næsta verk þeirra, The Next Big Thong, verður frumsýnt í Osló í september 2017.

Hún hefur lokið námi í sálfræði og ritlist við Háskóla Íslands og stundar nú meistaranám í hagnýtri menningarmiðlun við sömu stofnun.

Flórída

Svínshöfuð

Pin It on Pinterest

Share This