Skilmálar vefverslunar
Almennt
Benedikt bókaútgáfa áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Þetta á einnig við ef um villur í reiknireglum vefverslunnar eiga sér stað.
Afhending vöru
Í nóvember og desember 2020 er heimsending samdægurs eða daginn eftir á höfuðborgarsvæðinu. Aðrar sendingar fara með pósti sem er sóttur til okkar á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vöru frá Póstinum. Skilmálar Póstsins eru aðgengilegir á vefsíðu fyrirtækisins.
Skilafrestur
Hægt er að fá vöru endurgreidda innan 14 daga að því tilskildu að hún sé ónotuð og að henni sé skilað í góðu lagi, í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með.
Gölluð vara
Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og Benedikt bókaútgafa greiðir kostnað við nýja sendingu.
Netverð
Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara.
Skattar og gjöld
Öll verð í netversluninni eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK.
Sendingarkostnaður
Sendingarkostnaður er innifalinn innanlands í nóvember og desember 2020. Það kostar 1.000 krónur að senda til útlanda.
Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.
Varnarþing
Þessi samningur er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans, skal það rekið fyrir íslenskum dómstóli.
Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um húsgöngu- og fjarsölu nr. 96/1992, ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 eftir því sem við getur átt og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Allir frestir sem nefndir eru í lögum nr. 96/1992 byrja að líða móttaka vöru á sér stað.