Þagnarbindindi

Ljóðsagan Þagnarbindindi miðlar hugarheimi konu sem reynir að ná tökum á minningum um missi og ótta, um samskipti við konurnar sem hafa verið henni nánastar og henda reiður á svo mörgu sem hún hefur aldrei sagt. Á yfirborðinu hafa ljóðin lágstemmt yfirbragð hversdagsraunsæis en markvisst myndmál og athuganir undirstrika sársaukann í þögninni og tilfinningalega dýpt undir kyrrlátu yfirborðinu.
– Umsögn bókmenntaráðgjafa Miðstöðvar íslenskra bókmennta, en bókin hlaut Nýræktarstyrk miðstöðvarinnar.

 

Halla Þórlaug Óskarsdóttir (f. 1988) hefur unnið sem dagskrárgerðarmaður á Rás 1, stýrt menningarþáttunum Víðsjá, Tengivagninum og Bók vikunnar, auk þess að sinna umfjöllun um barna- og unglingabækur í þættinum Orð um bækur. Hún útskrifaðist með BA gráðu í myndlist árið 2014 og MA gráðu í ritlist við Háskóla Íslands árið 2016. Halla Þórlaug hefur skrifað leikrit, einstaka ljóð og smásögu sem sum hafa birst í TMM eða í safnritum ritlistarnema.

Halla Þórlaug Óskarsdóttir

Á yf­ir­borðinu hafa ljóðin lág­stemmt yf­ir­bragð hvers­dags­raun­sæ­is en mark­visst mynd­mál og at­hug­an­ir und­ir­strika sárs­auk­ann í þögn­inni og til­finn­inga­lega dýpt und­ir kyrr­látu yfirborðinu.

Bók­menntaráðgjafi Miðstöðvar íslenskra bókmenna

Bókin hlaut Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta

Halla Þórlaug skrifar um sársauka í þessari bók sem tengist meðal annars sambandsslitum, því að bera frumburð undir belti í framandi stórborg og móðurmissi. „Við erum öll tifandi tímasprengjur,“ skrifar Halla. Og hún skrifar líka um þrúgandi þögn milli tveggja elskenda í vanda, kæfandi, þykka þögn sem umlykur þungar hugsanir.

Eiríkur Guðmundsson

Víðsjá

ljóðmælandi/sögukona segir frá hlutum eins og þeir gerast á einlægan og yfirvegaðan hátt, án þess að fegra, ýkja eða hefja upp, sem gerir sum atvikin enn áhrifameiri en ef þau væru klædd í sterkari orð eða litríkari búning.

Brynhildur Björnsdóttir

Fréttablaðið

Þagnarbindindi er falleg og einlæg bók, látlaus og lágstemmd en lesandinn verður vel var við sterkar tilfinningarnar sem krauma undirniðri.

Brynhildur Björnsdóttir

Fréttablaðið

Þagnarbindindi er heiti á nýju skáldverki eftir Höllu Þórlaugu Óskarsdóttur. Verkið er á mörkum ljóðs og sögu og fjallar um sambandsslit og missi, söknuð og sársauka.

Eiríkur Guðmundsson

Víðsjá

Pin It on Pinterest

Share This