fbpx

Þagnarbindindi

Ljóðsagan Þagnarbindindi miðlar hugarheimi konu sem reynir að ná tökum á minningum um missi og ótta, um samskipti við konurnar sem hafa verið henni nánastar og henda reiður á svo mörgu sem hún hefur aldrei sagt. Á yfirborðinu hafa ljóðin lágstemmt yfirbragð hversdagsraunsæis en markvisst myndmál og athuganir undirstrika sársaukann í þögninni og tilfinningalega dýpt undir kyrrlátu yfirborðinu.
– Umsögn bókmenntaráðgjafa Miðstöðvar íslenskra bókmennta, en bókin hlaut Nýræktarstyrk miðstöðvarinnar.

 

Halla Þórlaug Óskarsdóttir (f. 1988) hefur unnið sem dagskrárgerðarmaður á Rás 1, stýrt menningarþáttunum Víðsjá, Tengivagninum og Bók vikunnar, auk þess að sinna umfjöllun um barna- og unglingabækur í þættinum Orð um bækur. Hún útskrifaðist með BA gráðu í myndlist árið 2014 og MA gráðu í ritlist við Háskóla Íslands árið 2016. Halla Þórlaug hefur skrifað leikrit, einstaka ljóð og smásögu sem sum hafa birst í TMM eða í safnritum ritlistarnema.

Þagnarbindindi

kr. 4.499 kr. 3.999

Halla Þórlaug Óskarsdóttir

Pin It on Pinterest

Share This