Þagnarbindindi
Ljóðsagan Þagnarbindindi miðlar hugarheimi konu sem reynir að ná tökum á minningum um missi og ótta, um samskipti við konurnar sem hafa verið henni nánastar og henda reiður á svo mörgu sem hún hefur aldrei sagt. Á yfirborðinu hafa ljóðin lágstemmt yfirbragð hversdagsraunsæis en markvisst myndmál og athuganir undirstrika sársaukann í þögninni og tilfinningalega dýpt undir kyrrlátu yfirborðinu.
– Umsögn bókmenntaráðgjafa Miðstöðvar íslenskra bókmennta, en bókin hlaut Nýræktarstyrk miðstöðvarinnar.
Halla Þórlaug Óskarsdóttir (f. 1988) hefur unnið sem dagskrárgerðarmaður á Rás 1, stýrt menningarþáttunum Víðsjá, Tengivagninum og Bók vikunnar, auk þess að sinna umfjöllun um barna- og unglingabækur í þættinum Orð um bækur. Hún útskrifaðist með BA gráðu í myndlist árið 2014 og MA gráðu í ritlist við Háskóla Íslands árið 2016. Halla Þórlaug hefur skrifað leikrit, einstaka ljóð og smásögu sem sum hafa birst í TMM eða í safnritum ritlistarnema.
Á yfirborðinu hafa ljóðin lágstemmt yfirbragð hversdagsraunsæis en markvisst myndmál og athuganir undirstrika sársaukann í þögninni og tilfinningalega dýpt undir kyrrlátu yfirborðinu.
Bókin hlaut Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta
Halla Þórlaug skrifar um sársauka í þessari bók sem tengist meðal annars sambandsslitum, því að bera frumburð undir belti í framandi stórborg og móðurmissi. „Við erum öll tifandi tímasprengjur,“ skrifar Halla. Og hún skrifar líka um þrúgandi þögn milli tveggja elskenda í vanda, kæfandi, þykka þögn sem umlykur þungar hugsanir.
ljóðmælandi/sögukona segir frá hlutum eins og þeir gerast á einlægan og yfirvegaðan hátt, án þess að fegra, ýkja eða hefja upp, sem gerir sum atvikin enn áhrifameiri en ef þau væru klædd í sterkari orð eða litríkari búning.
Þagnarbindindi er falleg og einlæg bók, látlaus og lágstemmd en lesandinn verður vel var við sterkar tilfinningarnar sem krauma undirniðri.
Þagnarbindindi er heiti á nýju skáldverki eftir Höllu Þórlaugu Óskarsdóttur. Verkið er á mörkum ljóðs og sögu og fjallar um sambandsslit og missi, söknuð og sársauka.