Berglind Guðmundsdóttir

Berglind Guðmundsdóttir

Berglind Guðmundsdóttir er manneskjan á bak við eina vinsælustu matarblogg-síðu landsins, Gulur, rauður, grænn & salt. Hún fær yfir 250 þúsund heimsóknir á mánuði og fylgjendur á Facebook eru 21.000.

„Matarbloggið Gulur, rauður, grænn & salt varð til í kjölfarið á dásamlegri ferð til Barcelona haustið 2012. Ég elska mat í allskonar litum, því feiri sem litirnir eru því betra. Þannig er hægt að ná fram sumarstemningu hvernig sem viðrar – að minnsta kosti í hjarta. Ég vil því elda litríkan mat og er hrifin af mat hvaðanæva að úr heiminum. Leiðarljósið hefur þó alltaf verið að hafa uppskriftirnar einfaldar og á allra færi. Ég reyni að forðast öll flækjustig; hráefnin eru aldrei mjög mörg í hverri uppskrift og það er auðvelt að verða sér úti um þau.“

Bækur eftir sama höfund

Lofttæmi

Lofttæmi

9

einu sinni ferðuðust flugvélar
milli tímabelta
fullar af handfarangri
og fríhafnarpokum

myndi þetta brotna í ókyrrð?
sögðu óttalausir farþegar

en flughrædda fólkið
gat ekki hugsað um neitt efnislegt
hausinn á þeim var eins og nisti
sem rúmar bara eina fjölskyldumynd

samkvæmt ritrýndum heimildum
er flughræðsla órökrétt
og kvíði æfing í þakklæti

Ljóðabókin Lofttæmi eftir Nínu Þorkelsdóttur kom út haustið 2021 hjá Benedikt bókaútgáfu og er fyrsta bók höfundar. Fyrir þetta verk hlaut Nína Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta, sem veittur er nýjum höfundum sem hvatning til frekari ritstarfa.

Bækur eftir sama höfund

Gulur, rauður, grænn & salt

Gulur, rauður, grænn & salt

Gulur, rauður, grænn & salt er ein vinsælasta uppskriftasíða landsins. Berglind Guðmundsdóttir, stofnandi síðunnar, býður hér upp á nýjar, einfaldar uppskriftir að töfrandi og litríkum réttum frá öllum heimshornum. Það geta allir orðið meistarar í eldhúsinu.

Kápuhönnun: Ólafur Unnar Kristjánsson
ISBN:978-9935-488-17-6
208 bls.
Útgáfuár: 2017

Bækur eftir sama höfund