Lofttæmi

9

einu sinni ferðuðust flugvélar
milli tímabelta
fullar af handfarangri
og fríhafnarpokum

myndi þetta brotna í ókyrrð?
sögðu óttalausir farþegar

en flughrædda fólkið
gat ekki hugsað um neitt efnislegt
hausinn á þeim var eins og nisti
sem rúmar bara eina fjölskyldumynd

samkvæmt ritrýndum heimildum
er flughræðsla órökrétt
og kvíði æfing í þakklæti

Ljóðabókin Lofttæmi eftir Nínu Þorkelsdóttur kom út haustið 2021 hjá Benedikt bókaútgáfu og er fyrsta bók höfundar. Fyrir þetta verk hlaut Nína Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta, sem veittur er nýjum höfundum sem hvatning til frekari ritstarfa.

Bækur eftir sama höfund