No Results Found
The page you requested could not be found. Try refining your search, or use the navigation above to locate the post.
Ég á erfitt með að einbeita mér að fyrirlestrinum því ég á eftir að svara skeytinu frá henni. Hugsa stöðugt um mögulegar útfærslur á smekklegu daðri samstarfskvenna á fertugs- og fimmtugsaldrinum. Salurinn er ekki fullur og þess vegna mæðir meira á okkur sem þó erum mætt til að veita listafólkinu athygli. Þetta er erlent gagnkynhneigt par að halda powerpoint sýningu á verkum sínum. Hún leiðir talið, talar heldur áherslulaust um þriðja og jafnframt nýjasta verk þeirra: gjörning sem stóð yfir í þrjá sólarhringa og snérist um það að leyfa sér að vera í vondu skapi. Ég held ekki nógu vel athyglinni en mér skilst að fólk hafi komið í kaffi heim til þeirra og fengið að upplifa hana í vondu skapi.
Óskilamunir – sögur um ástir sem finnast og tapast, hvernig sársauki mótar okkur, um allt það sem brotnar en ekki síst brotin sem enginn vitjar. Hvernig við leitum með veiku ljósi að leið í gegnum þetta ævarandi grímuball sem lífið er.
Óskilamunir er saga sögð á áhrifaríkan hátt, hún hrífur lesandann með sér og höfundi tekst á einstakan hátt að halda þræði í gegnum óvenjulega uppbygginguna og ólínulega framvinduna þannig að það er ómögulegt að leggja bókina frá sér. – Kristín Lilja, Bókmenntavefurinn
The page you requested could not be found. Try refining your search, or use the navigation above to locate the post.
„Í okkar sambandi var ég bæði eign og eigandi: Ég var Hildur hans Sverris og þú varst Sverrir hennar Hildar. Ég eignaði mér margt af þínu. Þín líðan var mín líðan, þín skömm mín, þitt líf mitt líf.“
Hildur er laus úr erfiðu hjónabandi og styrkur hennar eykst dag frá degi. Hún lítur til baka og hugsar um mynstrin sem við lærum svo rækilega að á endanum vefjast þau um háls okkar eins og níðþungir hlekkir.
Af hverju leyfði hún eiginmanninum, sem í byrjun minnti hana á grískt goð, að: hunsa hana í viku af því hún var glöð í partýi þegar honum fannst ekki gaman, segja henni að enginn annar myndi vilja hana og segja henni að hún væri geðveik? Af hverju beið hún svona lengi með að losa sig?
„Mér finnst ég vera að kafna og samtímis að detta í frjálsu falli niður í dimma botnlausa gjá. Þetta er örvænting, ekki ósvipuð þeirri sem ég fann fyrir á kvöldin sem barn, þegar hugurinn náði ekki utan um óendanleika geimsins eða um það hvernig það væri að týnast á botni úthafsins.“
Þetta er saga um ofbeldi og eftirsjá en einnig um þrautseigju og sátt. Konan hans Sverris er fyrsta skáldsaga höfundar.
Allt hefur fyrr eða síðar sínar afleiðingar.
Fjölskylduföður dreymir um góð efni og glæsta framtíð fyrir fjölskylduna, kappsfullir bankamenn leggja allt að veði nema eigin hagsmuni og miðaldra fasteignasali fer í sund í leit að beta lífi en finnur dauðann og djöfulinn.
Þegar rannsóknarlögregluþjónarnir Aron Freyr Einarsson og Jóhanna Gunnarsdóttir koma á vettvang morðs við Bergstaðastrætið, verður þeim fljótlega ljóst að hér er enginn venjulegur glæpur á ferðinni. Eitthvað djúpstætt og fádæma illviljað virðist liggja að baki verknaðinum hjá morðingja sem gæti mögulega haldið ótrauður áfram á sömu braut.
Hér er á ferðinni spennusaga sem tekst á við íslenskt samfélag þar sem reiði, græðgi, biturð og hatur ólmast eins og dýr í búri sem brýst að endingu út úr skúmaskotum kommentakerfanna.
Þetta er fyrsta spennusaga höfundar sem hefur lengi fengist við blaðamennsku.
The page you requested could not be found. Try refining your search, or use the navigation above to locate the post.
Ef þú prjónar mér peysu með þverlöngum gulum röndum (eða röddum) undir rauðum stjörnum (eða tjörn) á ljósbláum himni lofa ég að fara ekki svona mikið út á kvöldin …
Þessa setningu er ekki að finna hér, hún hangir bara í loftinu, einsog orðin sem voru tínd ofan í þessa bók – á meðan heimar lágu í kófi? Hér er safn sagna – skyndimynda – skjáskota – brota – sem K (skrifaði og) safnaði saman.
Staðsetning: nálæg borg, borg í fjarska, hvergi.
Tími: núna?
The page you requested could not be found. Try refining your search, or use the navigation above to locate the post.
Íslenskur hönnuður, búsettur á meginlandi Evrópu ásamt konu og dóttur, fær það verkefni að hanna merki fyrir þekkt sjávarútvegsfyrirtæki. Hann slær tvær flugur í einu höggi og snýr aftur til fósturjarðarinnar til að kynna sér starfsemi fyrirtækisins og leita sér lækninga við torkennilegu meini sem lagst hefur á hendur hans. Hvoru tveggja tekur ívið lengri tíma en til stóð, í og með vegna þess að hönnuðurinn dvelur bíllaus í smáhýsi rétt fyrir utan Borgarnes.
Stórfiskur fjallar um stóra fiska og minni, í sjó sem og á þurru landi.
The page you requested could not be found. Try refining your search, or use the navigation above to locate the post.