Ljóð 2010-2015
Ljóð 2010–2015hefur að geyma þrjár fyrstu ljóðabækur Þórdísar Gísladóttur, sem hafa lengi verið ófáanlegar.
Þetta eru bækurnar Leyndarmál annarra(2010) sem hlaut bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar, Velúr(2014) sem var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Tilfinningarök(2015).
Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur ritar formála.
Þórdís Gísladóttir
Í Mislægum gatnamótum sannar Þórdís Gísladóttir það sem einhverja hefur eflaust áður grunað, að hún sé eitt skemmtilegasta ljóðskáld íslensks samtíma.
Þórdís Gísladóttir ljóðskáld hefur getið sér gott orð fyrir að skrifa fyndin og skemmtileg ljóð sem jafnvel höfða til fólks sem almennt forðast ljóðabækur …
… setur hún í ljóðum sínum fram skýra sýn á veruleikann, sýn lífskúnstners sem er kaldhæðinn og berskjaldaður í senn.