Horfið ekki í ljósið
Andvaka sögukona rifjar upp ævi sína, segir frá samferðafólki, raðar saman minningabrotum og gerir tilraun til að greina samhengi hlutanna. Horfið ekki í ljósið er leiftrandi skemmtileg skáldsaga sem sýnir kunnuglega atburði í nýju ljósi. Þórdís hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar og hefur þrisvar sinnum verið tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.
Kápuhönnun: Ólafur Unnar Kristjánsson
Mynd á kápu: Ulrica Zwenger
ISBN: 978-9935-488-30-5
160 bls.
Þórdís Gísladóttir
Það sem maður bjóst við af Þórdísi, skemmtilegur stíll og gaman af tíðaranda-stemmningunni.
Skemmtilegt persónugallerí.
Texti Þórdísar samanstendur af áhugaverðum, stundum furðulegum, sögubrotum sem varpa ljósi á ólíkar aðstæður fólks (ekki síst kvenna) í nýliðnum íslenskum veruleika.
Tengsl minninga, gleymsku og sannleika eru flókin og Klara gengst strax í upphafi við óáreiðanleika textans: „Minningar eru vísbendingar“ en úr minningum hennar verður til þroskasaga tiltölulega venjulegrar konu sem lifað hefur nokkuð venjulegu lífi (þótt hún búi yfir mjög óvenjulegum leyndarmálum) en list Þórdísar felst einmitt í því að gera hið venjulega skáldlegt svo úr verður falleg saga sem gaman er að gleyma sér í. Þórdís hefur hæverskan og látlausan stíl sem alltaf er lúmskt fyndinn og hér nýtur hann sín sérlega vel.