Eyland
Manstu hvar þú varst þegar það gerðist?
Hjalti og María slíta ástarsambandi sínu og skyndilega er allt breytt. Stundum gerast svo stórir atburðir að þeir sameina allt mannkyn, eina örskotsstund, eins og slinkur hafi komið á þyngdaraflið og þjappað öllum heiminum saman.
Einbúi í eyðifirði óttast ekkert meira en að björgunarsveitirnar finni hann. Á meðan hann bíður skrifar hann annál þess sem á undan er gengið.
Eyland er hrollvekjandi ástar- og spennusaga, þar sem Íslandssagan tekur óvænta stefnu.
Bókin hefur komið út á fjölda tungumála.
Tilnefnd til Fjöruverðlaunanna 2016
Útgáfuár: 2016. Þetta er fjórða útgáfa bókarinnar, sem hefur selst upp hvað eftir annað, og kemur út sumarið 2021.
Sigríður Hagalín og Eiríkur Guðmundsson í Lestinni
Sigríður Hagalín Björnsdóttir
Hugvitsamlega byggð og ágeng bók.
Sláandi vel skrifuð.
Maður segir bara: Vá!
Ef þið lesið tvær bækur yfir hátíðarnar, látið þessa vera aðra þeirra. Það er ekkert hægt að segja annað. Bara jafna sig, standa upp, klappa og þakka fyrir.
Frábærlega vel gert.
Frumleg og grípandi saga sem vekur mann til umhugsunar um nútímann, lífið og hið stóra samhengi allra hluta.