Sigríður Hagalín Björnsdóttir

Sigríður Hagalín Björnsdóttir er fréttamaður á Ríkisútvarpinu. Hún gaf út sína fyrstu skáldsögu, Eyland, árið 2016. Þar tókst hún á við spurningar um hvað sé að tilheyra fjölskyldu og vera Íslendingur, hvað sameini okkur og sundri. Bókin vakti mikla athygli og er útgáfurétturinn seldur til yfir 10 landa. Sigríður var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna. 

„Maður segir bara: Vá!“ sagði Kolbrún Bergþórsdóttir í Kiljunni, en gagnrýnendur Kiljunnar voru á einu máli um að Eyland væri sérlega vel heppnuð frumraun, spennandi, áhugaverð og vel skrifuð.

Hennar önnur skáldsaga, Hið heilaga orð, kom út í nóvember 2018, Eldarnir árið 2020, Hamingja þessa heims 2022 og Deus: Haustið 2023.

Eyland

Hið heilaga orð

Eldarnir

Pin It on Pinterest

Share This