Eldur í höfði

Þetta eru ekki mínar hugsanir. Þær bara koma. Ég veit ekki hvaðan og ég get ekki stjórnað þeim á nokkurn hátt. Ein af annarri læðast þær inn í höfuðið á mér.

Hver hugsun er vagn sem tengist við vagn sem tengist við vagn. Höfuðið á mér er lestarstöð þar sem fleiri og fleiri lestir renna stjórnlaust inn. Einn daginn springur það. Höfuðið á mér.

 

Karl Ágúst Úlfsson hefur skrifað fjölda leikrita,söngleikja, útvarps- sjónvarps- og kvikmyndahandrit, ljóð og söngtexta, auk þess að vera mikilvirkur þýðandi. Hann hefur sent frá sér tvö smásagnasöfn. Eldur í höfði er hansfyrsta skáldsaga.

 

Ég hef beðið lengi og var ekki svikinn. Ein albesta skáldsaga sem ég hef lesið í seinni tíð. Harmræn og marglaga, skrifuð af dýpt og næmni.

Ragnar Bragason

leikstjóri

( … ) hið stóra, djúpa undirliggjandi samhengi hlutanna (er) drifkraftur atburðanna, sem ýmist gerast eða eiga sér aðeins stað í órólegum huga Karls Magnúss Jósebssonar, sem leitar hinstu raka í stærðfræði og tónfræði. Ofan á pælingarnar bætist hér dramatísk fjölskyldu- og ástarsaga og hugþekkar persónur. Aldeilis ágætt.

Þorgeir Tryggvason

lesskýrsla, Facebook

Aðdáunarvert hvernig þræðir sögunnar eru bundnir saman, þar virðist ekkert hafa verið órannsakað, og ekki oft sem maður gúglar spenntur hitt og þetta og kemst að því að allt er byggt á staðreyndum.

Gauti Kristmannsson

Víðsjá

Pin It on Pinterest

Share This