DEUS

Við lifum áhugaverða tíma.

 

Skáldið Sigfús missir tökin á lífi sínu þegar hann finnur guð. Unglingurinn Ísabella glímir við stórar og flóknar tilfinningar, en býr ekki yfir orðum til að tjá þær. Blaðamaðurinn Andri Már er orðinn atvinnulaus og þarf að fóta sig á nýjum og framandi vettvangi.

 

Örlög þeirra fléttast saman við áform nýsköpunarfyrirtækisins DEUS Technologies um að þróa trúarbrögð sem gervigreind, með ófyrirséðum afleiðingum.

 

DEUS fjallar um fegurðina, trú, von og algóritma; jólaævintýri fyrir nýjan heim.

Sigríður Hagalín Björnsdóttir

Pin It on Pinterest

Share This