Ör
Jónas Ebeneser er 49 ára fráskilinn, valdalaus og gagnkynhneigður karlmaður sem hefur ekki haldið utan um bert kvenmannshold – alla vega ekki viljandi – í átta ár og fimm mánuði. En hann er handlaginn. Hann hefur flísalagt sjö baðherbergi og þegar hann leggur af stað í ferðalag sem hann hefur ekki hugsað sér að snúa aftur úr, tekur hann með sér borvél.
Íslensku bókmenntaverðlaunin 2016
Bóksalaverðlaunin 2016
Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2018
Einnig fáanleg í kilju.
Kápuhönnun: Magnús Leifsson
ISBN: 978-9935-488-00-8
204 bls.
Útgáfuár 2016
Auður Ava Ólafsdóttir
Kærkomin bók sem allir ættu að lesa.
Hjá Auði er ekkert yfirborðshjal, allt skiptir máli og hefur merkingu, líka það einfalda og hversdagslega. (…) Auði er einkar lagið að gera jafnvel viðkvæmustu aðstæður fyndnar
* * * * *
(Fimm stjörnur. Fullt hús.)
Heildstæð, sterk og mannleg skáldsaga sem á brýnt erindi inn í nútíma samfélag.