Vættir
Sagan gerist í torkennilegri Reykjavík; vættir birtast á hverju húshorni, þökum og upp úr holræsum. Tré vex á gatnamótum Hofsvallagötu og Hringbrautar, hnífum rignir niður af himnum. Hvernig bregst mannshugurinn við?
Alexander Dan hefur áður sent frá sér furðusöguna Hrímland sem væntanleg er í enskri þýðingu.
Kápuhönnun: Elin Mejergren
ISBN: 978-9935-488-32-9
208 bls.
Alexander Dan Vilhjálmsson
“Þannig er ekki aðeins hið yfirnáttúrulega, vættirnar, heldur einnig hið hversdagslega gert óvenjulegt á einhvern hátt sem skapar tilfinningu fyrir furðum og undrum, heimi sem er í senn okkar og annar.“
“Vísað er til þjóðsagna á margvíslegan hátt, en einnig þær eru gerðar ókennilegar og ævintýralegar, staðsettar fjarri þeim kunnuglega (ó)veruleika sem þær lýsa.“
Bókin skilur eftir margar hugsanir og pælingar og eflaust er hægt að lesa alls kyns út úr bókinni.