Vættir

Sagan gerist í torkennilegri Reykjavík; vættir birtast á hverju húshorni, þökum og upp úr holræsum. Tré vex á gatnamótum Hofsvallagötu og Hringbrautar, hnífum rignir niður af himnum. Hvernig bregst mannshugurinn við?

Alexander Dan hefur áður sent frá sér furðusöguna Hrímland sem væntanleg er í enskri þýðingu.

 

Kápuhönnun: Elin Mejergren
ISBN: 978-9935-488-32-9
208 bls.

Alexander Dan Vilhjálmsson

“Þannig er ekki aðeins hið yfirnáttúrulega, vættirnar, heldur einnig hið hversdagslega gert óvenjulegt á einhvern hátt sem skapar tilfinningu fyrir furðum og undrum, heimi sem er í senn okkar og annar.“
“Vísað er til þjóðsagna á margvíslegan hátt, en einnig þær eru gerðar ókennilegar og ævintýralegar, staðsettar fjarri þeim kunnuglega (ó)veruleika sem þær lýsa.“

Úti bíður andlit á glugga

Úlfhildur Dagsdóttir

Bókmenntaborgin

Bókin skilur eftir margar hugsanir og pælingar og eflaust er hægt að lesa alls kyns út úr bókinni.

Vættir í Reykjavík

Katrín Lilja

24. mars 2020, Lestrarklefinn

Pin It on Pinterest

Share This