Það síðasta sem hann sagði mér

Hannah Hall rennismiður flytur þvert yfir Bandaríkin til að giftast Owen, einstæðum föður sem síðan hverfur einn daginn og skilur hana eftir með stjúpdóttur hennar sem hefur ímugust á henni.

Einu skilaboðin sem hann skildi eftir sig var bréfsnifsi sem á stóð: „Verndaðu hana.“

Lögreglan handtekur yfirmann Owen og kærir fyrir fjársvik. Smám saman rennur það upp fyrir Hönnuh að eiginmaður hennar erekki sá sem hann sagðist vera og að stjúpdóttir hennar geymir lykilinn að leyndarmálum fortíðar hans.

Saman hefja þær leit að Owen og það leiðir þær á óvæntar brautir, bæði hvað varðar fortíð Owen og samband Hönnuh og stjúpdóttur hennar.

Arnar Matthíasson þýddi úr ensku.

 

Laura Dave

Yfir 2 000 000 eintaka seld í Bandaríkjunum! (1 000 000 stendur á kápu, en skv nýjustu upplýsingum eru þær tvær!)

EKKI HÆGT AÐ LEGGJA ÞESSA FRÁ SÉR! 

Reese Witherspoon

Sigurvegari Goodreads Choice 2021. 

Pin It on Pinterest

Share This