Það sem ég tala um þegar ég tala um hlaup

Árið 1982 seldi Haruki Murakami djassbarinn sem hann rak í Tókýó til þess að helga líf sitt skrifum. Hann sneri sólarhringnum við og tók upp á því að hlaupa. Ári síðar hafði hann hlaupið, upp á sitt einsdæmi, frá Aþenu til borgarinnar Maraþon. Þessi bók er í senn ferðabók og minningabók sem hverfist um fimm mánaða æfingaplan fyrir New York maraþonhlaupið.

Stórkostleg innsýn í líf rithöfundarins, úthaldið sem þarf til að skrifa skáldsögu og hugmyndir Murakamis um langhlaup.

Ein af þremur bestu þýddu bókum ársins! Bóksalaverðlaunin 2016!

„Sniðug … Sérstök, skemmtileg perla.“ – Time Out New York.

Þýðandi: Kristján Hrafn Guðmundsson

Kápuhönnun: Ólafur Unnar Kristjánsson
ISBN: 978-9935-488-04-6
200 bls.
Útgáfuár: 2016

 

 

Haruki Murakami

Þetta er ekki bara bók fyrir hlaupara og heldur ekki hinn venjulega Murakami aðdáanda.

Kristján Hrafn Guðmundsson

Einlægar endurminningar, fullar af ljúfum smáatriðum sem sýna takt Murakami í leik og starfi. Murakami býður sig allan fram. 

Jesse Jarnow

Paste Magazine

Það er magnað sjá hvernig hann hefur náð valdi á bæði hugsunum sínum og líkama og ekki annað hægt en dást að staðfestu hans og þrautseigju. Um leið fæst sjaldgæf innsýn í líf hans og hagi; það hefur verið sagt um vinnu rithöfunda að hún sé 90% sviti og 10% snilligáfa, það sannast hér, bókstaflega.

Steinunn Inga Óttarsdóttir

Kvennablaðið

Pin It on Pinterest

Share This