Svínshöfuð
Af hverju fær eldri maður frá Breiðafirði viðurnefnið Svínshöfuð?
Kínversk mæðgin koma til Íslands um miðjan tíunda áratuginn. Nýja fjölskyldan á sér gamlar sorgir, sársaukinn liggur kynslóða á milli. Eins og strengur.
Sagan fléttast frá upphafi seinni heimsstyrjaldarinnar með viðkomu á lítilli, breiðfirskri eyju, suðurhluta Kína. Og útverfi Kópavogs.
Svínshöfuðer fyrsta skáldsaga höfundar, sem hlaut tilnefningu til íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir ljóðabókina Flórída.
Tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.
Handhafi Fjöruverðlaunanna.
BESTA SKÁLDSAGA ÁRSINS AÐ MATI BÓKSALA.
Bergþóra Snæbjörnsdóttir
Bergþóru tekst það afrek að láta okkur fyllast reiði gagnvart persónunum og gjörðum þeirra án þess þó að við glötum samúðinni með þeim.
Afbragðsverk, spennandi framvinda og raunverulegar persónur.
* * * * *
(fimm stjörnur, fullt hús)
Ófyrirsjáanleg fullmótuð flétta … Frásagnarstíllinn er fullmótaður …