Stórfiskur
Íslenskur hönnuður, búsettur á meginlandi Evrópu ásamt konu og dóttur, fær það verkefni að hanna merki fyrir þekkt sjávarútvegsfyrirtæki. Hann slær tvær flugur í einu höggi og snýr aftur til fósturjarðarinnar til að kynna sér starfsemi fyrirtækisins og leita sér lækninga við torkennilegu meini sem lagst hefur á hendur hans. Hvoru tveggja tekur ívið lengri tíma en til stóð, í og með vegna þess að hönnuðurinn dvelur bíllaus í smáhýsi rétt fyrir utan Borgarnes.
Stórfiskur fjallar um stóra fiska og minni, í sjó sem og á þurru landi.