Stargate – Jólasaga

Stargate er jólaævintýri úr samtímanum sem fjallar um fullorðna sem villast af leið og börn sem þrá ekkert heitar en að þau læri að rata.

Pabbi Ronju og Melissu hefur fengið starf sem jólastréssölumaður og jólunum virðist bjargað. En kráin Stargate og bjórinn sem þar flæðir hefur ekki misst aðdráttarafl sitt. Þegar pabbinn skiptir ullarpeysunni og grenitrjánum aftur út fyrir leðurjakkann og drykkjufélagana
taka systurnar til sinna ráða og fá í leiðinni að kynnast því að bæði grenigreinar og ólíklegasta fólk geta veitt skjól undir köldum himni heimsins.

Ingvild H. Rishøi (1978) er stjarna í bókmenntaheimi Noregs og bækur hennar hafa verið þýddar á mörg tungumál. Stargate er saga sem lifir með lesandanum lengi, lengi.

 

Pin It on Pinterest

Share This