Skartgripaskrínið mitt

 

Skartgripaskrínið mitt geymir ljóð um líffræðilegar, efnahagslegar og tilfinningalegar hringrásir, um að halda áfram lífinu og ganga í gegnum tíðahvörf, um sársauka og alsælu, ást og sorg, um stjórnleysi og Miklahvell. Í bókinni eru einnig ljósmyndaverk eftir Sophiu Kalkau.

Í verkum sínum fléttar Ursula Andkjær Olsen saman margvísleg stef og þætti sem minnir á uppbyggingu sígildra tónsmíða – margradda og stefnufast er tungumálinu gefið líf og ljáð merking. Ursula Andkjær Olsen kemur til Íslands á næstunni á vegum Ljóð og vinir. 

Þýð: Brynja Hjálmsdóttir

 

Pin It on Pinterest

Share This