Sjö dagar
Emma og Andrew eru rúmlega miðaldra og eiga tvær dætur sem eru sitt hvoru megin við þrítugt. Olivia, eldri dóttirin, er læknir og hefur verið í Afríku að sinna sjúklingum með bráðsmitandi sjúkdóm. Phoebe er sjónvarps- og samfélagsmiðlastjarna sem hefur helstan áhuga á að skipuleggja væntanlegt brúðkaup sitt. Eftir heimkomuna þarf Olivia að vera í einangrun í sjö daga og fjölskyldan ákveður að eyða jólahátíðinni saman í sóttkví á sveitasetri.
Er hægt að gera sér í hugarlund sjö daga sóttkví með fjölskyldunni …
Öll eiga þau sér leyndarmál sem leysast úr læðingi eitt af öðru í sjö daga samveru. Þessi fyrsta skáldsaga höfundar er gamansöm, átakanleg og sérlega lipurlega skrifuð.
Þýðandi: Valgerður Bjarnadóttir
Kápuhönnun: Ólafur Unnar Kristjánsson/Dynamo Reykjavík
ISBN: 978-9935-488-49-7
379 bls.
Francesca Hornak
Sjö dagar fangar á listilegan hátt þá taugatrekkjandi ánægju sem fylgir því að blanda geði við sína nánustu þótt ekki sé nema um skamma hríð.
Hárbeittur húmor í sjarmerandi breskum stíl.
Hér má lesa skemmtilegt viðtal þar sem Hornak segir frá bók sinni, Seven days of us: