Jón Kalman Stefánsson

Jón Kalman Stefánsson

Jón Kalman Stefánsson fæddist í Reykjavík 17. desember 1963. Hann bjó síðar í Keflavík og var með annan fótinn vestur í Dölum. Árin sem hann bjó í Kaupmannahöfn, las hann, skúraði og taldi strætisvagna. Fyrsta bók hans, ljóðabókin Með byssuleyfi á eilífðina, kom út árið 1988.

Jón Kalman hefur fjórum sinnum verið tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, og þrisvar sinnum til þeirra íslensku – eða fjórum sinnum, því einu sinni hlaut hann þau! Það var fyrir Sumarljós og svo kemur nóttin, sem kom út árið 2005.  Bækur hans eru þýddar á fjölmörg tungumál, hann kemur út í Danmörku, Noregi og Svíþjóð, Þýskalandi, Hollandi, Frakklandi, Ítalíu og Portúgal … og svo mætti lengi telja. Önnur bókin í Vestfjarðaþríleiknum, Harmur englanna, er nýkomin út á arabísku.

SKÁLDSÖGUR

Saga Ástu (2017)

Eitthvað á stærð við alheiminn (2015)
Fiskarnir hafa enga fætur (2013)

Hjarta mannsins (2011)
Harmur englanna (2009)
Himnaríki og helvíti (2007)

Sumarljós, og svo kemur nóttin (2005)

Snarkið í stjörnunum (2003)

Ýmislegt um risafurur og tímann (2001)
Birtan á fjöllunum (1999)
Sumarið bakvið brekkuna (1997)
Skurðir í rigningu (1996)

LJÓÐ

Hún spurði hvað ég tæki með mér á eyðieyju (1993)
Úr þotuhreyflum guða (1989)
Með byssuleyfi á eilífðina (1988)
Gefin út á einni bók árið 2020.

Þetta voru bestu ár ævi minnar enda man ég ekkert eftir þeim

Þetta voru bestu ár ævi minnar enda man ég ekkert eftir þeim

„Afhverju þessi sóun á pappír?“

Þannig hljómaði niðurlagið á fyrstu gagnrýninni sem ég fékk á ljóðabókina mína, sem kom út í marsmánuði árið 1988, skrifar Jón Kalman Stefánsson í eftirmála þessa ljóðasafns sem hefur að geyma ljóðabækur hans þrjár; 

Með byssuleyfi á eilífðina (1988), Úr þotuhreyflum guða (1989) og Hún spurði hvað ég tæki með mér á eyðieyju (1993) auk nokkurra áður óbirtra ljóða. 

 Skáldið gerir grein fyrir ólíkindalegri tilurð sinni í leiftrandi fjörugum eftirmála um bókmenntalíf Reykjavíkur og Sandgerðis á ofanverðri 20. öld,

 Jón Kalman hefur verið þekktari sem skáldsagnahöfundur; fyrsta skáldsaga höfundar, Skurðir í rigningu, kom út árið 1996 og sú tólfta, Saga Ástu árið 2017. Hann hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir Sumarljós, og svo kemur nóttin, árið 2005.

Bókin er 208 bls.

Himnaríki & helvíti – þríleikurinn

Himnaríki & helvíti – þríleikurinn

Sögusviðið er sjávarþorp um þarsíðustu aldamót. Það er vetur og strákurinn kemur úr sjóferð. Besti vinur hans hefur frosið í hel á hafi úti. Nú er hann einn í heiminum með alla sína drauma. Við fylgjumst með honum á torfærri leið til fullorðinsáranna og ástarinnar, sem er bæði ljúf og forboðin.

Fjöllin steypast þverhnípt niður í  fjörðinn og hafið gefur og tekur.

Hér er þríleikurinn Himnaríki og helvíti, Harmur englanna og Hjarta mannsins í fyrsta skipti gefnn út á einni bók.

Þríleikurinn hefur komið út á  fjölda tungumála.

Jón Kalman Stefánsson fékk bókmennta-verðlaun PO Enquists árið 2011 með rökstuðningnum: Verk hans er bæði stórbrotið og töfrandi. Frásagnir sem breyta lífinu í sannar bókmenntir og gefa bókmenntunum nýtt líf.

Hann hefur verið margtilnefndur til Íslensku bókmennta- verðlaunanna, nú síðast fyrir Sögu Ástu (2017) og hlaut þau fyrir Sumarljós, og svo kemur nóttin (2005).

Leikgerð Bjarna Jónssonar á þríleiknum var frumsýnd í Borgarleikhúsinu 11. janúar 2018 og hlaut frábærar viðtökur.

Kápuhönnun: Hjörvar Harðarson
ISBN: 978-9935-488-21-3
832 bls.

Jón Kalman Stefánsson fékk bókmennta-verðlaun PO Enquists árið 2011 með rökstuðningnum: Verk hans er bæði stórbrotið og töfrandi. Frásagnir sem breyta lífinu í sannar bókmenntir og gefa bókmenntunum nýtt líf.

Hann hefur verið margtilnefndur til Íslensku bókmennta- verðlaunanna, nú síðast fyrir Sögu Ástu (2017) og hlaut þau fyrir Sumarljós, og svo kemur nóttin (2005)

Leikgerð Bjarna Jónssonar á þríleiknum var frumsýnd í Borgarleikhúsinu 11. janúar 2018 og hlaut frábærar viðtökur.

Saga Ástu

Saga Ástu

Hvert fer maður ef það er engin leið út úr heiminum?

Öll fæðumst við nafnlaus en erum mjög fljótlega nefnd svo það verði ögn erfiðara fyrir dauðann að sækja okkur. Foreldrar Ástu völdu nafnið meðan hún var enn í móðurkviði.

Nú liggur Sigvaldi faðir hennar á steyptri stétt – af hverju liggur hann þar? – og saga fjölskyldunnar rennur um huga hans.

Þetta er saga Ástu, saga um ást í ólíkum myndum, íslenska sveit, skáldskap og menntunarþrá. 

Jón Kalman var tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Sögu Ástu.

Kápuhönnun: Jón Ásgeir
444 bls.
Útgáfuár: 2017

Skáld á hátindi sinnar hæfni. Engin rannsóknarskýrsla til grundvallar. Eða dæmigert dufl við ,,stóru málin“ svokölluðu. Allt annað. Stórbrotinn efniviður, nýr frásagnarháttur. Skáldskapur. Farið þangað. Takið á móti. Lesið.

Bókin er meistaralega vel skrifuð, textinn rennur létt og ljóðrænt áfram. Hinn einkennandi stíll Kalmans er hvarvetna til staðar, landslagið lifnar við og speglar atburðarás og tilfinningar sögupersóna…

Á heildina litið er hér um að ræða stórgóða bók sem heldur lesandanum fram á síðustu blaðsíðu, textinn sjálfur er fallegur og rennur áreynslulaust áfram, frásagnarstíllinn er skemmtilegur og söguþráðurinn sjálfur er heillandi.

Andri M. Kristjánsson Víðsjá

Fullt hús

Maríanna Clara Lúthersdóttir Morgunblaðið