Mara kemur í heimsókn

Mara kemur í heimsókn

Mara kemur í heimsókn fjallar um heimkomu til Rússlands eftir langa fjarveru, en er um leið uppgjör við pólitískt og menningarlegt ástand.

Natasha S. er íslenskur rithöfundur af rússneskum uppruna sem hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir ljóð sín og greinar. Hún sló eftirminnilega í gegn með útgáfu fyrstu ljóðabókar sinnar Máltaka á stríðstímum, en fyrir hana hlaut hún Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar. Natasha hefur einnig verið öflugur talsmaður skálda af erlendum uppruna á Íslandi og ritstýrði ljóðasafninu Pólífónía af erlendum uppruna og ritgerðasafninu Skáldreka.

Bækur eftir sama höfund

Halla Þórðardóttir

Halla Þórðardóttir

Halla Þórðardóttir er menntaður dansari og starfaði með Íslenska dansflokknum um árabil. Sólin er hringur er hennar fyrsta ljóðabók.

Bækur eftir sama höfund

Sara Björk og Magnús Örn

Sara Björk og Magnús Örn

Sara Björk Gunnarsdóttir og Magnús Örn Helgason komu saman að útgáfu bókarinnar Óstöðvandi – Sara Björk, sem kom út árið 2019 hjá Benedikt bókaútgáfu. Bókin er einlæg og fallega myndskreytt ævisaga Söru Bjarkar, fyrirliða íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu og íþróttamanns ársins 2018 og 2020.

Í Óstöðvandi segir Sara frá fótboltaferli sínum, allt frá fyrstu skrefum á Pæjumótinu í Hafnarfirði til þess að spila í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Hún deilir sigrum og vonbrigðum, átökum utan vallar, stuðningi fjölskyldu sinnar og glímunni við kvíða. Bókin hefur hlotið lof fyrir einlæga frásögn og vandaða framsetningu. 

Magnús Örn Helgason skrásetti söguna og þetta var frumraun hans sem rithöfundur. Hann hefur einnig gefið út bókina Hannes – handritið mitt, sem fjallar um Hannes Þór Halldórsson, markvörð íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu.

Bækur eftir sama höfund

Adolf Smári Unnarsson

Adolf Smári Unnarsson

Adolf Smári Unnarsson (f. 1993) er íslenskur leikstjóri, leikskáld og rithöfundur með fjölbreyttan feril í sviðslistum og bókmenntum. Hann útskrifaðist frá sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands árið 2019 og lauk meistaragráðu í leikstjórn frá DAMU, leiklistardeild listaakademíunnar í Prag, árið 2023.

Karl Ágúst Úlfsson

Karl Ágúst Úlfsson

Karl Ágúst Úlfsson er landsþekktur fyrir störf sín í þágu listar og menningar. Í gegnum tíðina hefur hann þýtt fjölda bóka, skrifað leikrit, samið sjónvarpsefni og kennslubækur svo fátt eitt sé nefnt. Árið 2014 gaf Karl út bókina AþenaOhio.

Hjá Benedikt hafa komið út bókin Átta sár á samviskunni,  sem inniheldur bráðskemmtilegar sögur um fólk úr ýmsum áttum og vorið 2021 skáldsagan Eldur í höfði.