Herbergi í öðrum heimi & Sápufuglinn
Herbergi í öðrum heimi & Sápufuglinn
„Tími er efni sem verður til á svo miklu dýpi innra með manneskju að það er ekki hægt að skilja hann til fullnustu.“
Smásagnasöfnin Herbergi í öðrum heimi og Sápufuglinn slógu eftirminnilega í gegn þegar þau komu fyrst út, en sú síðarnefnda fékk sérstaka viðurkenningu Bókmenntaverðlauna Evrópusambandsins 2024. Hér eru allar sögurnar samankomnar í eina bók.
Sögur Maríu Elísabetar koma róti á huga lesanda og einkennast af djúpu innsæi, húmor og hugmynda- auðgi. Hún skrifar af öryggi um valdadýnamík í samböndum, flókna kynverund og dularfulla þrá fólks eftir því sem það getur ekki fengið.
★★★★★ – Morgunblaðið
„Í Sápufuglinum fjallar María Elísabet um álitamál samtímans og setur í samhengi við mannlegar og flóknar tilfinningar á hátt sem ber hæfileikum þessa upprennandi rithöfundar glöggt vitni.“
– Andrej Kúrkov, formaður dómnefndar Bókmenntaverðlauna Evrópusambandsins
„Ein besta frumraun sem maður hefur séð.“
– Hallgrímur Helgason