Þyngsta frumefnið

Þyngsta frumefnið

Kannski, já,

mjög líklega,

var ég settur hér niður

til að ölvast

 

af lífi þínu,

hjartslætti,

brosinu, málrómnum,

skóstærð, kynlífi, gæsku þinni

og svikum,

fyllast og ölvast af þrá,

ljóma síðan það ákaflega

að þú tækir að þrá

 

þitt eigið líf

 

Bækur eftir sama höfund

Himintungl yfir heimsins ystu brún

Himintungl yfir heimsins ystu brún

Hvort er mikilvægara, að segja sannleikann eða vernda þá sem maður elskar?

Árið er 1615, og veröldin er gengin úr lagi, því jörðin er ekki lengur miðdepill alheimsins.

Presturinn Pétur á Meyjarhóli skrifar bréf – eða skýrslu, jafnvel ákæruskjal – til að henda reiður á atburðum sem hafa skekið sveitina á Brúnasandi og kippt stoðum undan tilveru hans og ástvina hans. Því stundum lítur Guð undan og leyfir mönnunum að breytast í djöfla, og hvað verður um þá sem þrjóskast við að segja sannleikann um það sem gerðist? Einkum ef þeir eru svo alræmdir fyrir syndugt líferni, óhlýðni og ósvífni gagnvart höfðingjum þessa lands, að þá hefur dagað uppi á hinum afskekkta Brúnasandi.

En þótt Brúnisandur sé á ystu rönd heimsins, þá blása þar alþjóðlegir vindar og flytja með sér nýja heimsmynd, hugmyndir og bækur, enskar duggur, spánska hvalfangara og tilskipanir frá konunginum í Kaupinhafn, sem ekki fara alltaf vel saman. Og hjörtu mannanna lúta engum lögum nema sínum eigin.

Himintungl yfir heimsins ystu brún er saga sem talar til samtímans aftan úr öldum, um ástina, mennskuna og ábyrgðina sem við berum hvert á öðru. Hún dregur upp ljóslifandi mynd af opinni, forvitinni og ástríðufullri öld, þar sem ný vísindi takast á við trúna, og penninn er beittari en sverðið.

Jón Kalman Stefánsson er fæddur árið 1963. Himintungl yfir heimsins ystu brún er hans fimmtánda skáldsaga. Fjarvera þín er myrkur (2020) hlaut virt frönsk verðlaun LePoint og France Inter sem besta þýdda skáldsagan vorið 2022. Jón Kalman hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2005 fyrir Sumarljós, og svo kemur nóttin. Bækur hans hafa verið þýddar á yfir 20 tungumál.

Guli kafbáturinn

Guli kafbáturinn

Miðaldra rithöfundur staddur í almenningsgarði í London á brýnt erindi við Paul McCartney sem situr þar undir tré. Fortíðin sækir á hann í líki gamals Trabants þar sem sitja m.a. faðir hans og Guð með vodkaflösku, mamma hans og heill kirkjugarður af dánu fólki. Skáldsaga um listina, dauðann og þó miklu frekar um lífið, ímyndunaraflið og Bítlana.

Ýmislegt um risafurur og tímann

Ýmislegt um risafurur og tímann

„Amma og afi. Tvö orð sem geta hughreyst mann eins og trúarbrögð, eins og risafura.“ Ég er tíu ára og allt leikur í lyndi. Borgirnar breyta ekki um nöfn meðan ég sef, járntjaldið heldur heiminum saman, ósonlagið kemst aldrei á forsíður blaða. Og nú hafa örlögin úthlutað mér löngu útlensku sumri í húsi afa og ömmu.

Ævintýrin suða í loftinu, Tarzan og Léttfeti á næsta leiti. En það er kónguló undir rúminu og einhvers staðar í hverfinu leitar fáklædd kona að lyklinum að hliði himnaríkis.

Ýmislegt um risafurur og tímann er fjórða skáldsaga höfundar og kom fyrst út árið 2001. Hún var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. 

Jón Kalman hefur sent frá sér þrettán skáldsögur, síðast Fjarvera þín er myrkur (2020) sem hlaut virt frönsk verðlaun Le Point og France Inter sem besta þýdda skáldsagan vorið 2022.

Djöflarnir taka á sig náðir og vakna sem guðir

Djöflarnir taka á sig náðir og vakna sem guðir

Djöflarnir taka á sig náðir

Skáldsagnameistarinn Jón Kalman Stefánsson sendir frá sér nýja ljóðabók – í fyrsta sinn frá 1988.

Stórtíðindi

En í millitíðinni hefur hann sent frá sér þrettán skáldsögur, síðast Fjarvera þín er myrkur.
Vorið 2020 voru fyrri ljóðabækur hans þrjár gefnar út á einni bók: Þetta voru bestu ár ævi minnar enda man ég ekkert eftir þeim.

Hún spurði hvað ég tæki með mér á eyðieyju (1993)

Úr þotuhreyflum guða (1989)

Með byssuleyfi á eilífðina (1988)
– ásamt eftirmála.

Hér er að finna ný ljóð.

tunglið er fallegt og svo hátt uppi
að það lýsir upp öll heimsins vötn
það líkist stundum dægurlagi
einsemd, söknuði, gömlu skáldi
birtu af öðrum heimi