No Results Found
The page you requested could not be found. Try refining your search, or use the navigation above to locate the post.
Eva Rún er sjálfstætt starfandi sviðslistakona og ljóðskáld. Hún hefur um árabil starfað með sviðslistahópunum Kviss búmm bang og 16 elskendur. Eva Rún hefur sent frá sér þrjár ljóðabækur: Heimsendir fylgir þér alla ævi, Tappi á himninum og Fræ sem frjóvga myrkrið – sem kom út árið 2018 og hlaut ljóðabókaverðlaunin Maístjörnuna.
Eva Rún gaf út prósaverkið Óskilamunir (2021) sem samanstendur af fjölbreyttum frásögnum um mannleg tengsl og sjálfsleit.
Eldri konur kom út árið (2024) og er fyrsta skáldsaga Evu Rúnar, þar sem ung kona rekur líf sitt frá barnæsku til fullorðinsára í gegnum frásagnir af eldri konum sem hafa heltekið hana.
The page you requested could not be found. Try refining your search, or use the navigation above to locate the post.
Magnús Guðmundsson (f. 1968) er bókmenntafræðingur að mennt sem er fæddur og uppalinn í Reykjavík. Hann starfaði sem tæknimaður í Þjóðleikhúsinu frá unglingsaldri og fram eftir tvítugsárunum þegar hann sneri sér að auglýsingamennsku. Þar fékkst hann við hugmynda- og textavinnu um árabil, auk þess að snúa sér að eigin ritstörfum og 2001 sendi hann frá sér skáldsöguna Sigurvegarinn. Magnús sneri sér síðar að blaðamennsku og starfaði m.a. sem ritsjóri menningar á Fréttablaðinu, auk þess að sinna verkefnum fyrir RÚV um þessar mundir.
Árið 2018 sendi Magnús frá sér bókina Stöngin út, ævintýralegt líf Halldórs Einarssonar í Henson.
Haustið 2021 sendi hann frá sér spennusöguna Hægt og hljótt til helvítis, í útgáfu Benedikts.
The page you requested could not be found. Try refining your search, or use the navigation above to locate the post.
Kristín Ómarsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1962.
Hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir verk sín. Skáldsagan Elskan mín ég dey var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 1999 og leikrit hennar, Ástarsaga 3, til Norrænu leikskáldaverðlaunanna.
Árið 2005 fékk hún Grímuverðlaunin sem leikskáld ársins fyrir leikritið Segðu mér allt. Fyrir ljóðabókina Sjáðu fegurð þína hlaut hún Fjöruverðlaunin árið 2008.
Móðurást: Oddný, sem fjallar um Oddnýju Þorleifsdóttur, langömmu höfundar, og líf hennar á síðari hluta 19. aldar og er fyrsta bókin í sagnabálkinum Móðurást, hlaut Kristín Fjöruverðlaunin árið 2024.
The page you requested could not be found. Try refining your search, or use the navigation above to locate the post.
Friðgeir Einarsson hefur víða látið að sér kveða, einna helst í sviðslistum og við auglýsingagerð. Hann er höfundur smásagnasafnsins Takk fyrir að láta mig vita og skáldsögunnar Formaður húsfélagsins sem báðar hlutu lofsamlegar viðtökur gagnrýnenda. Hann sendir nú frá sér tólf nýjar smásögur í bókinni Ég hef séð svona áður.
„Friðgeir Einarsson er einhver beittasti stílisti sem komið hefur fram í íslenskum bókmenntum afar lengi.“ – Ágúst Borgþór Sverrisson, DV, 11.11.2016
„Bráðefnilegur, bráðskemmtilegur, bráðklár …“ Kiljan hélt ekki vatni yfir smásagnasafninu
„Svona lifum við. “ – Gunnhildur Jónatansdóttir, Hugrás.is
The page you requested could not be found. Try refining your search, or use the navigation above to locate the post.
Auður Ava hefur skrifað skáldsögur, leikrit, ljóð og er textahöfundur popphljómsveitarinnar Milkywhale. Hún er margverðlaunuð fyrir skáldsögur sínar sem hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál.Auður Ava hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin, bóksalaverðlaunin og bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir skáldsöguna Ör.
Skáldsögur
Dj Bambi (Benedikt, 2023)
Eden (Benedikt, 2022)
Dýralíf (Benedikt, 2020)
Ungfrú Ísland (Benedikt, 2018)
Ör (Benedikt, 2016)
Undantekningin (Bjartur, 2012)
Afleggjarinn (Salka, 2007)
Rigning í nóvember (Salka, 2004)
Upphækkuð jörð (Mál og menning, 1998)
Leikrit
Ekki hætta að anda (Borgarleikhúsið, 2015)
Svanir skilja ekki (Þjóðleikhúsið, 2014)
Lán til góðverka (Útvarpsleikhúsið, 2013)
Svartur hundur prestsins (Þjóðleikhúsið, 2012)
Ljóð
Sálmurinn um glimmer (Salka, 2010)
Dansverk
Milkywhale. Danstónleikar á Reykjavik Dance Festival (Tjarnarbíó 2015)
Vakúm. (Tjarnarbíó, 2018) eftir Melkorku Sigríði Magnúsdóttur (danshöfundur), Árna Rúnar Hlöðversson (tónlist) og Auði Övu Ólafsdóttur (texti)
Smásögur
Smáskilaboð frá Katalóníu (Tímaritið Stína, 2009)
Þýðingar
Edenbíóið eftir Marguerite Duras (leikrit, 1994)
The page you requested could not be found. Try refining your search, or use the navigation above to locate the post.