Bókin Duft – Söfnuður fallega fólksins

Bókin Duft – Söfnuður fallega fólksins

Bókin Duft – Söfnuður fallega fólksins eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur kom út árið 2023 hjá Benedikt bókaútgáfu. Þetta er skáldsaga sem fjallar um Veróniku, einkadóttur vellauðugra líkamsræktarfrömuða á Íslandi, sem eru helteknir af yfirborðinu.

Þrátt fyrir glansmyndina seytlar það sem marir undir óhjákvæmilega í gegn. Sagan spinnur margslunginn vef um líf Veróniku og fjallar um líkindi truflaðrar fjölskyldu við sértrúarsöfnuð, og hvernig venjulegt fólk kemur sér í óvenjulegar aðstæður.

Bókin hefur hlotið lof fyrir stíl höfundar og hugmyndaauðgi. Í umfjöllun Heimildarinnar segir gagnrýnandi að í texta Dufts sé alltaf eitthvað sem kemur á óvart: „Eitthvað ögrandi, óhamið, gróteskt, agalegt.“ Heimildin

Svínshöfuð

Svínshöfuð

Svínshöfuð

Af hverju fær eldri maður frá Breiðafirði viðurnefnið Svínshöfuð?

Kínversk mæðgin koma til Íslands um miðjan tíunda áratuginn. Nýja fjölskyldan á sér gamlar sorgir, sársaukinn liggur kynslóða á milli. Eins og strengur.

Sagan fléttast frá upphafi seinni heimsstyrjaldarinnar með viðkomu á lítilli, breiðfirskri eyju, suðurhluta Kína. Og útverfi Kópavogs.

Svínshöfuðer fyrsta skáldsaga höfundar, sem hlaut tilnefningu til íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir ljóðabókina Flórída.

Tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.

Handhafi Fjöruverðlaunanna.

BESTA SKÁLDSAGA ÁRSINS AÐ MATI BÓKSALA.

Flórída

Flórída

„Kvenkyns Iggy Pop,“ sagði einhver um Flórída fyrir þrjátíu árum. Munurinn er sá að þegar Flórída varð miðaldra missti heimurinn áhuga á að sjá hana bera að ofan. 

Bergþóra Snæbjörnsdóttir er fædd árið 1985 og ólst upp á Úlfljótsvatni í Grafningi. Hún gaf út ljóðabókina Daloon daga árið 2011 og textasafnið Dagar undrabarnsins eru á enda árið 2013. Bergþóra er annar helmingur gjörningatvíeykisins Wunderkind Collective og býr í Reykjavík.

Bergþóra Snæbjörnsdóttir var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Flórída.

Kápuhönnun:
ISBN: 978-9935-488-13-8
112 bls.
Útgáfuár: 2017