Undantekningin

Undantekningin

Sagan hefst á gamlárskvöld, þegar Flóki, eiginmaður söguhetjunnar, kemur út úr skápnum og flytur til nafna síns og samstarfsmanns. Báðir eru þeir stærðfræðisnillingar og sérfræðingar í óreiðukenningunni.

Í kjallaranum býr dvergurinn Perla sem leggur stund á hjónabandsráðgjöf og ritstörf þótt hún hafi hvorki verið gift né sent frá sér bók.

Evrópsku bókmenntaverðlaunin Prix littéraire des Jeunes Européens.

Tilnefnd til Prix Femina-bókmenntaverðlaunanna í Frakklandi.

 

 

„Þetta er yndisleg bók, ljóðræn, fyndin og snjöll“

Information 

„Stórkostleg“ 

– Grazia

Rigning í nóvember

Rigning í nóvember

Ung kona sem talar 11 tungumál stígur upp úr volgri hjónasæng og heldur í ferðalag til að finna stað fyrir sumarbústað. Með í för er heyrnarlaust barn og í hanskahólfinu er happdrættisvinningur. Á leið hennar í nóvemberþoku verða þrír karlmenn og nokkur dýr.

Í bókinni eru 47 mataruppskriftir og ein prjónauppskrift.

Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar.

Tilnefnd til Prix Femina-bókmenntaverðlaunanna í Frakklandi.

Tilnefnd til Independent Foreign Fiction Prize í Bretlandi.

Töfrandi!

Guardian 

Ljóðræn og sérkennileg. Hefur allt sem skáldsaga þarf. Stórkostlegur höfundur.

Figaro

Afleggjarinn

Afleggjarinn

Tvítugur karlmaður heldur út í heim með þrjá rósaafleggjara í farangrinum. Heima skilur hann eftir kornabarn sem hann eignaðist með vinkonu vinar síns. Ófyrirsjáanlegir atburðir taka völdin á meðan söguhetjan glímir við karlmennsku sína, líkama, málfræði, ást, matargerð og rósarækt. Afleggjarinn sló eftirminnilega í gegn og hefur verið þýdd á yfir 30 tungumál.

Menningarverðlaun DV í bókmenntum.

Fjöruverðlaunin.

Frönsku bóksalaverðlaunin fyrir bestu erlendu skáldsöguna. 

Kanadísku bóksalaverðlaunin fyrir bestu erlendu skáldsöguna.

Tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

 

 „Óumdeilanleg bókmennta perla“ 

– Le Monde

★★★★★★ – „Töfrandi frásagnargaldur“

– Berlinske

Dj Bambi

Dj Bambi

DJ Bambi (2023) er skáldsaga eftir Auði Övu Ólafsdóttur, gefin út af Benedikt bókaútgáfu. Bókin fjallar um 61 árs trans konu sem áður starfaði sem plötusnúður en vinnur nú sem sérfræðingur í frumum mannslíkamans. Sagan lýsir lífi hennar frá því hún deildi móðurkviði með tvíburabróður sínum og þar til hún hóf að taka kvenhormón. Auður Ava heldur hér áfram rannsókn sinni á kynjuðum heimi.

Bókin hefur hlotið lof fyrir að fjalla um sjálfsmynd og umbreytingu á viðkvæman og djúpan hátt.

Eden

Eden

Eden (2021) gefin út af Benedikt bókaútgáfu. Málvísindakona sem er sérfræðingur í fámennistungumálum ákveður að breyta landi þar sem ekkert grær í Edenslund. Hjá íbúum í nálægu þorpi kviknar óvæntur áhugi á málvísindum. Á fjörur söguhetju rekur handrit að ljóðabók fyrrverandi nemanda hennar sem fjallar um ást ungs karlmanns á eldri konu.

Ég segi ekki neitt en hugsa með mér, hann gat klætt sig sjálfur og beygt orðið kýr.

kýr 

kú 

kú 

kýr 

Þessi áttunda skáldsaga Auðar Övu Ólafsdóttur fjallar um mátt orðsins og ábyrgðina sem við berum.

Auður Ava hefur hlotið Íslensku bókmenntaverðlaunin, bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs og hin virtu Médicis-verðlaun í Frakklandi.

Skáldsögur Auðar Övu hafa verið þýddar á 33 tungumál.